Um síðastliðna helgi fór fjölliðamót fram í Hveragerði en þar var keppt í B-riðli 8. flokks karla. Fjölnismenn úr Grafarvogi höfðu öruggan sigur í mótinu og munu því leika í A-riðli í næsta fjölliðamóti aldursflokksins. Karfan.is leit við á mótið í Hveragerði og kom þar að leik heimamann í Hamri og Valsmanna.
 
Valsmenn höfðu nauman sigur á heimamönnum í Hamri, 35-39 og var það eini sigur Hlíðarendapilta á mótinu. Hamar mun því leika í C-riðli í næstu umferð. Fjölnir vann mótið og leikur í A-riðli, Njarðvíkingar höfnuðu í 2. sæti, Haukar í þriðja, Valsmenn í fjórða og Hamar í fimmta og síðasta sæti.
 
 
Lokastaða mótsins
B. 2. Umf.
Nr. Lið U/T Stig
1. Fjölnir 8. fl. dr. 4/0 8
2. Njarðvík 8. fl. dr. 3/1 6
3. Haukar 8. fl. dr. 2/2 4
4. Valur 8. fl. dr. 1/3 2
5. Hamar/Þór Þ. 8. fl. dr. 0/4 0