Hamar tók á móti ÍA í Hveragerði í gærkvöldi þegar fimmta umferð í 1. deild karla fór fram. Lokatölur voru 92-80 Hamarsmönnum í vil sem hafa nú unnið alla fimm leiki sína í deildinni og tróna á toppnum með Val sem einnig hafa fullt hús stiga.
 
Sævar Logi Ólafsson kom við í Hveragerði í gær og setti saman meðfylgjandi myndasafn.
 
Staðan í 1. deild karla
Nr. Lið U/T Stig
1. Valur 5/0 10
2. Hamar 5/0 10
3. Höttur 5/1 10
4. Breidablik 3/3 6
5. Haukar 2/2 4
6. Þór Ak. 2/3 4
7. FSu 2/3 4
8. Augnablik 1/4 2
9. Reynir S. 1/5 2
10. ÍA 0/5 0