ÍR hefur gert breytingar á leikmannahópi sínum en bandaríski bakvörðurinn D´Andre Jordan Williams er farinn heim af persónulegum ástæðum. Karfan.is hefur þetta eftir áreiðanlegum heimildum úr Breiðholti.
 
Þá munu ÍR-ingar hafa tryggt sér þjónustu Isaac Miles sem nýverið var látinn fara frá Tindastól og þykir líklegt að hann verði með ÍR í kvöld þegar liðið mætir Stjörnunni í Ásgarði í Garðabæ.