Matthías Orri Sigurðarson gerði níu stig síðastliðna nótt með Flagler háskólanum í Bandaríkjunum þegar liðið lagði Palm Beach Atlantic 86-80. Keppni í Peach Belt riðlinum er ekki hafin enn en Flagler hefur verið að spila æfingaleiki undanfarið og aðra leiki utan NCAA keppninnar. Flagler leikur í NCAA II deildinni, næstefstu deild bandarísku háskólanna.
 
Matthías fékk að spreyta sig í 13 mínútur í leiknum og skoraði 9 stig, tók eitt frákast og gaf 3 stoðsendingar. Næstu tveir leikir Flagler skólans eru á útivelli gegn Lynn og Palm Beach Atlantic.
 
Mynd/ Lið Flagler, Matthías leikur nr. 24