Í kvöld hefst sjötta umferðin í Domino´s deild karla þó þeirri fimmtu sé nú ekki lokið. Veðurguðirnir sáu til þess að færa varð tvo leiki úr fimmtu umferð yfir á aðrar dagsetningar. Sýningin verður þó að halda áfram og það gerir hún í kvöld. Landsbyggðin verður í eldlínunni og einn leikur í borginni, að sjálfsögðu allt kl. 19:15 og þrír af fjórum í beinni, það er þjónusta á heimsmælikvarða!
 
Leikir kvöldsins í Domino´s deild karla, 19:15
 
KFÍ-Þór Þorlákshöfn
Fjölnir-Snæfell
Tindastóll-Keflavík
Skallagrímur-Grindavík
 
Einn leikur fer fram í 1. deild karla í kvöld kl. 18:30 þegar Höttur á Egilsstöðum tekur á móti Reyni Sandgerði.