Í kvöld fara fram undanúrslitin í Lengjubikarkeppni karla en leikið er í Stykkishólmi. Í fyrri viðureign kvöldsins mætast Tindastóll og Þór Þorlákshöfn kl. 18:30 og í seinni viðureigninni eigast við heimamenn í Snæfell og ríkjandi Lengjubikarmeistarar Grindavíkur.
 
Undanúrslit Lengjubikars karla
18:30 Tindastóll-Þór Þorlákshöfn
20:30 Snæfell-Grindavík
 
Þá er einn leikur í 1. deild karla þar sem topplið Vals tekur á móti FSu kl. 20:00 í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda. Valsmenn hafa unnið fimm fyrstu leiki sína í deildinni en FSu er í 7. sæti með tvo sigra og þrjá tapleiki.
 
 
Mynd úr safni/ Það verður nóg um að vera í Stykkishólmi í kvöld.