Einn leikur fer fram í Domino´s deild kvenna í kvöld þegar topplið Keflavíkur fær Fjölni í heimsókn kl. 19:15. Þarna mætast topp- og botnliðin, Keflavík með 12 stig á toppi deildarinnar en Fjölnir á botninum ásamt Grindvíkingum með tvö stig.
 
Einn leikur er í 1. deild kvenna í kvöld. Laugdælir taka þá á móti Hamri kl. 19:45 á Laugarvatni.
 
Fimm leikir fara svo fram í drengjaflokki, sá fyrsti kl. 19:30 þegar Haukar og Grindavík mætast í Schenkerhöllinni. Kl. 20:00 mætast Snæfell og Keflavík í Stykkishólmi, Stjarnan tekur á móti Þór Þorlákshöfn/Hamri kl. 20:15 í Garðabæ, ÍR fær Val í heimsókn í Hertz Hellinn kl. 20:15 og kl. 20:30 mætast Fjölnir og Stjarnan b í Rimaskóla.