Í kvöld fer tíunda umferðin fram í Domino´s deild kvenna. Allir fjórir leikirnir hefjast kl. 19:15 og verður viðureign Vals og Fjölnis í beinni netútsendingu hjá Sport TV.
 
Leikir kvöldsins, 19:15:
 
Njarðvík-Grindavík
Snæfell-Haukar
Valur-Fjölnir
Keflavík-KR
 
Forvitnilegt verður að sjá hvort Keflavík takist að vinna sinn tíunda deildarsigur í röð er toppliðið tekur á móti KR. Njarðvíkingar leika svo mikilvægan leik gegn Grindavík í Ljónagryfjunni í kvöld þar sem meðlimum grænu ljónanna er boðið kl. 18:30 í Bogann í Njarðvík þar sem Lárus Ingi Magnússon aðstoðarþjálfari liðsins fer yfir málin. Valskonur freista þess að komast aftur á rétta braut eftir tvö deildartöp í röð og Haukar halda í Hólminn.
 
Mynd/ Ingunn Embla og Keflvíkingar hafa unnið alla níu deildarleiki sína til þessa, verða þeir tíu í röð?