Í dag eru tveir leikir á dagskrá Domino’s deildanna. Hjá konum eigast við kl. 16.30 Grindavík og Haukar.
 
 
Hjá körlum er settur á frestaður leikur frá því í gær kl. 17.45, leikur Snæfells og KFÍ. Báðir leikir verða í beinin tölfræðilýsingu á KKI.is.
 
Þá er ekki úr vegi að gera sér ferð í Grafarvog í dag og fylgjast með yngstu kynslóðinni leika körfubolta á Sambíómótinu í Dalhúsum og víðar um Grafarvoginn.