Í kvöld lýkur sjöundu umferð í Domino´s deild kvenna þegar Íslands- og bikarmeistarar Njarðvíkur fá Valskonur í heimsókn. Leikurinn hefst kl. 19:15 og verður í beinni útsendingu hjá Sport TV.
 
 
Þá er einn leikur kl. 17:15 í 9. flokki drengja þegar Stjarnan tekur á móti Grindavík og kl. 20:00 mætast Keflavík og Valur í unglingaflokki kvenna í Toyota-höllinni.
 
Mynd/ nonni@karfan.is – Ragna Margrét Brynjarsdóttir og Valskonur mæta í Ljónagryfjuna í kvöld.