Í kvöld verður í mörg horn að líta en þá lýkur sjöundu umferð í Domino´s deild karla, heil umferð fer fram í 1. deild karla og önnur deild karla verður einnig á ferðinni. Í Stykkishólmi mætast Snæfell og Fjölnir í 16-liða úrslitum Poweradebikarsins í kvennaflokki svo það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi og skunda á völlinn.
 
Domino´s-deild karla, 19:15:
 
Þór Þorlákshöfn-Fjölnir
ÍR-KR
 
Lengjan setur trú sína á KR í kvöld með stuðulinn 1,5 en ÍR fær stuðulinn 1,85. Í Þorlákshöfn fá heimamenn stuðulinn 1,20 en gestirnir í Fjölni fá 2,55 svo Lengjan telur KR og Þór líkleg til afreka í kvöld.
 
1. deild karla
 
19:15 Hamar-ÍA
19:15 Reynir Sandgerði-FSu
19:15 Breiðablik-Höttur
20:00 Valur-Þór Akureyri
20:30 Augnablik-Haukar
 
Poweradebikarkeppni kvenna
 
19:15 Snæfell-Fjölnir
 
 
Mynd/ Eric Palm og félagar taka á móti KR í Reykjavíkurrimmunni frægu.