Það er nóg um að vera í dag. Alls fjórir leikir í gangi í Lengjubikarnum, síðari keppnisdagurinn á Sambíómótinu í Grafarvogi fer einnig fram og þá er einnig einn leikur í Domino´s deild kvenna.
 
Lengjubikar karla, kl. 19:15
 
Þór Þorlákshöfn – Valur
Hamar – KFÍ
Fjölnir – Tindastóll
Keflavík – Skallagrímur
 
Heimaleikir Fjölnis og Keflavíkur eru á Lengjunni. Bæði Keflavík og Fjölnir með 1,45 í stuðul á heimasigur en útisigur hjá Tindastól og Skallagrím fær stuðulinn 1,95.
 
Domino´s deild kvenna
 
Kl. 16:30 KR-Snæfell
 
Einn leikur hefst svo kl. 14:00 í 1. deild karla þegar Augnablik tekur á móti Hetti.
 
  
Mynd úr safni/ Benjamin Curtis Smith og félagar í Þór taka á móti 1.deildarliði Vals í kvöld.