Í kvöld fara fjóri leikir fram í Lengjubikar karla á hinum herrans tíma kl. 19:15. Skallagrímsmenn fá annað tækifæri til að leggja Grindavík að velli í Borgarnesi og þá verða tvö stórhættuleg 1. deildarlið á ferðinni.
 
Leikir kvöldsins í Lengjubikar, 19:15
 
Skallagrímur-Grindavík
Stjarnan-Fjölnir
Valur-Njarðvík
Snæfell-Hamar
 
Þá er einn leikur í unglingaflokki kvenna þegar Valur tekur á móti Grindavík kl. 21:10 eða strax að leik Vals og Njarðvíkur loknum í Lengjubikarnum.
 
Mynd úr safni/ Ómar Örn