Í kvöld eru tveir leikir á dagskrá í Domino´s deild karla. Snæfell tekur þá á móti KFÍ og Þór Þorlákshöfn fær KR í heimsókn. Báðir leikir hefjast kl. 19:15.
 
 
Ísfirðingar tóku sig til og mættu í Stykkishólm í gær þrátt fyrir slagviðrið. Þar sem dómarar leiksins koma frá Suðurnesjum og Reykjavík verður forvitnilegt að sjá hvort af leiknum geti orðið. Í gær þurfti að fresta viðureign Tindastóls og Skallagríms vegna veðurs.
 
Veðurstofa Íslands hefur gefið út stormviðvörun og greinir frá því að víða verði mjög snarpar vindhviður við fjöll, einkum á Sunnanverðu landinu.
 
Hér eru allir leikir kvöldsins:
 
Domino´s deild karla, 19:15
 
Snæfell – KFÍ
Þór Þorlákshöfn – KR (Beint á Sport TV)
 
1. deild karla
18:30 Valur – FSu
19:15 Hamar – Þór Akureyri
19:15 Reynir Sandgerði – Breiðablik
19:15 ÍA – Haukar
 
1. deild kvenna
19:45 Stjarnan – Fjölnir b