Í dag fer fram heil umferð í Domino´s deild kvenna. Það eru Snæfell og Valur sem ríða á vaðið í Stykkishólmi kl. 15:00. Hólmarar verða án Berglindar Gunnarsdóttur í dag og mögulega næstu sex vikurnar sökum meiðsla. Valur og Snæfell eru í 2.-4. sæti deildarinnar, bæði lið með 10 stig.
 
Leikir dagsins í Domino´s deild kvenna
 
15:00 Valur – Snæfell
16:30 Grindavík – KR
16:30 Keflavík – Haukar
16:30 Njarðvík – Fjölnir
 
Þá er einnig leikið í 1. deild kvenna en kl. 14:00 mætast Laugdælir og Þór Akureyri á Laugarvatni. Í 2. deild karla mætast svo Sindri og ÍG kl. 14:00 á Höfn. Víkingur Ólafsvík mætir Leikni kl. 16:30 í Ólafsvík og þá er einnig leikið í B-liða keppni karla og fjölliðamót í gangi sem og leikir í unglingaflokki karla.