Í kvöld fara fram fjórir leikir í Lengjubikar karla og hefjast þeir allir kl. 19:15. Eins og við greindum frá í gærkvöldi snýr Ólafur Ólafsson aftur í Grindavíkurliðið eftir um hálfs árs fjarveru vegna meiðsla.
 
Leikir kvöldsins
 
Njarðvík – ÍR
KR – Snæfell
Breiðablik – Stjarnan
Grindavík – Haukar
 
Tveir leikir eru á dagskrá í unglingaflokki kvenna en kl. 20:00 mætast Njarðvík og Breiðablik í Ljónagryfjunni og kl. 21:10 mætast Grindavík og Keflavík í Röstinni í Grindavík.