Í kvöld eru fjórir leikir á dagskránni í Lengjubikar karla. Þetta er næstsíðasta umferðin í riðlakeppninni og línur eru farnar að skýrast nokkuð. Allir fjórir leikirnir hefjast kl. 19:15 í kvöld.
 
Leikir dagsins í Lengjubikar karla
 
Haukar-Keflavík
ÍR-Þór Þorlákshöfn
KFÍ-KR
Tindastóll-Breiðablik
 
Haukar TV, KFÍ TV og Tindastóll TV með beint frá sínum völlum í kvöld!
 
Þá er einn leikur í 1. deild karla þar sem Þór Akureyri tekur á móti ÍA kl. 15:00 í Síðuskóla á Akureyri. Leikur liðanna er í beinni á netinu en útsendinguna má nálgast á heimasíðu Þórs.