Í kvöld lýkur sjöttu umferð í Domino´s deild karla þegar Stjarnan tekur á móti ÍR og KR tekur á móti Njarðvík. Báðir leikirnir hefjast kl. 19:15 og verður viðureign Stjörnunnar og ÍR í beinni netútsendingu hjá Sport TV.
 
Njarðvíkingar eru í 11. sæti deildarinnar með aðeins tvö stig eftir fimm leiki og fá það vandasama verkefni að mæta KR í DHL Höllinni þegar risinn virðist vera að vakna. KR-ingar eru í 9. sæti deildarinnar með 4 stig en unnu stóran og góðan sigur á Snæfell í Lengjubikarnum um daginn.
 
Með sigri í kvöld getur Stjarnan svo skotist á topp deildarinnar ásamt Snæfell en ÍR er í 8. sæti deildarinnar með 4 stig.
 
Í kvöld verður einnig mikið um að vera í 1. deild karla þar sem þrír leikir hefjast kl. 19:15 og einn kl. 20:00.
 
19:15 Breiðablik-Hamar
19:15 FSu-Augnablik
19:15 Haukar-Valur
20:00 Þór Akureyri-ÍA
 
 
Mynd/ Dagur Kár Jónsson og félagar í Stjörnunni taka á móti ÍR-ingum í kvöld.