Í dag lýkur Lengjubikarkeppni karla með viðureign Snæfells og Tindastóls en leikið er í Stykkishólmi og hefst úrslitaleikurinn kl. 16:00. Sýnt verður frá leiknum í beinni netútsendingu á Sport TV og leikurinn þá að sjálfsögðu í beinni tölfræðilýsingu hjá KKÍ.
 
 
Tindastóll lagði Þór Þorlákshöfn í gær með eins stigs mun og tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum en Hólmarar lögðu ríkjandi Lengjubikarmeistara Grindavíkur með níu stiga mun.