Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt, meistarar Miami Heat gerðu góða ferð til San Antonio og lögðu heimamenn 100-105 og þá tóku Golden State á móti Denver þar sem lokatölur voru 106-105 Golden State í vil.
 
San Antonio 100-105 Miami
Spurs léku án Tony Parker, Tim Duncan og Manu Ginobili og munar um minna. LeBron James fór svo fyrir gestunum með 23 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar. Ray Allen bætti við 20 stigum hjá Heat komandi af bekknum. Hjá Spurs kom Gary Neal með 20 stig af varamannabekknum og Tiago Splitter gerði 18 stig og tók 9 fráköst. Tim Duncan, Manu Ginobili, Tony Parker og Danny Green léku ekki með Spurs þar sem Gregg Popovich sendi strákana ,,heim” eftir leikinn þar á undan gegn Orlando. Gregg gamli sagði ástæðuna fyrir ,,heimsendingu” byrjunarliðsins vera þá að liðið væri að leika fjóra leiki á fimm dögum.
 
 
Golden State 106-105 Denver
Andre Igoudala var stigahæstur í liði Denver með 22 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar en hjá sigurliði Golden State fór David Lee mikinn með 31 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar. Denver leiddi 106-105 þegar brotið var á Igoudala í þriggja stiga skoti á lokasekúndunum. Kappinn setti tvö fyrstu en brenndi af því þriðja og Denver fagnaði sigri sem hékk á bláþræði.
 
Mynd/ David Lee gerði Denver skráveifu í nótt.