Rólegt í nótt í NBA en þó þrír leikir sem fóru fram.  Mike D´Antoni var mættur í fyrsta skipti á bekkinn hjá Lakers og leikmenn hans héldu uppá það með naumum sigri á Brooklyn Nets.  Tilþrif kvöldsins þar þegar Dwight Howard blokkaði skot frá Nets yfir í “ódýru sætin” 95:90 sigur hjá Lakers í Staples Center.  
 
NY Knicks eru komnir aftur á sigurbraut og í nótt sigruðu þeir New Orleans Hornets nokkuð auðveldlega 102:80. Carmelo Anthony funheitur setti niður 29 stig fyrir Knicks. En Hornets spila þessa daganna án nýliðans Anthony Davis sem er meiddur á ökkla. 
 
 
 
Að lokum voru það svo Toronto og Philadelphia sem mættust í Philadelphia. Kyle Lowery mættur aftur eftir að hafa misst úr 6 leiki vegna meiðsla fyrir Raptors. Það dugði hinsvegar ekki til því það voru heimamenn í 76ers sem sigruðu 106:98.  Nick Young kom af bekknum hjá 76ers og setti niður 23 stig fyrir sína menn, en hjá Raptors var það DeMar DeRozan sem setti niður 24 stig.