Kristófer Acox hefur stigið rækilega upp í herbúðum KR undanfarið og mun vísast láta fyrir sér finna í Þorlákshöfn í kvöld en hann verður ekki með röndóttum næsta föstudag þegar KR-ingar mæta ÍR í Reykjavíkurrimmu Domino´sdeildarinnar. Kristófer heldur á morgun út til Bandaríkjanna þar sem hann mun heimsækja Furman háskólann.
 
Eins og Karfan.is greindi frá í ágúst síðastliðnum mun Kristófer á næsta námsári hefja nám við Furman háskólann sem leikur í fyrstu deild NCAA háskólaboltans en Furman er einkaskóli í Suður-Karólínu.
 
 
Mynd úr safni/ Heiða