Kristján Rúnar Sigurðsson verður frá leik með Njarðvíkingum næstu tvo mánuði eða svo sökum meiðsla. Kristján er með brotið bátsbein í vinstri úlnlið og skartar myndarlegu gipsi þessi dægrin.
 
 
Ólafur Helgi Jónsson er einnig á meiðslalista Njarðvíkinga en grænir vonast til að hann geti verið með liðinu strax í næstu umferð í deildinni. 
 
Mynd/ Kristján Rúnar í leik með Njarðvíkingum.