Síðustu daga höfum við spurt í könnun hvort of mikið væri af þriggja stiga skotum í íslenskum körfuknattleik. Rúmlega 600 manns tóku þátt í könnuninni og sögðu flestir svo ekki vera eða 249 sem töldu að þriggja stiga skotin væru ekki of mörg. Mjótt var þó á munum því 235 vildu meina að skotin væru of mörg.
 
152 sögðu að þriggja stiga skotin væru hæfilega mörg. Þriggja stiga skotin eru að minnsta kosti ekki fá ef marka má síðustu leiki en Grindvíkingar létu 19 þristum rigna í Lengjubikarnum á sunnudag.
 
Nú er komin inn ný könnun og spyrjum við að þessu sinni:
Hver er Domino´s leikmaður kvenna umferðir 7-9?
 
Fréttaritarar og ljósmyndarar Karfan.is hafa gert fjögurra leikmanna úrtak og eru þeir eftirfarandi:
Lele Hardy Njarðvík, Gunnhildur Gunnarsdóttir Haukar, Hildur Sigurðardóttir Snæfell og Crystal Smith Grindavík.