Stjórn KFÍ hefur ákveðið að slíta samningum við Chris Miller Williams, en hann hefur ekki staðið undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans. Stjórn og Chris töluðu saman og hafa gengið frá sínu í sátt og óskum við honum velfarnaðar í næstu verkefnum. Frá þessu er greint á www.kfi.is
 
KFÍ tekur á móti Þór Þorlákshöfn í Domino´s deildinni í kvöld og ljóst að Ísfirðingar verða þá án stóra mannsins. 
 
Það verður seint sagt að Chris hafi verið að gera gott mót undanfarið en í síðustu þremur deildarleikjum með KFÍ gerði þessi stóri maður aðeins samtals 12 stig!
 
Mynd af www.kfi.is