Keflavikurkonur sigruðu sinn 10. leik í röð í kvöld og að þessu sinni voru það KR stúlkur sem urðu fórnarlömbin. Allt stefndi í það að sigurinn yrði nokkuð þægilegur en KR konur hættu aldrei að slást og má segja að það hafi farið um alla í húsinu þegar Sigrún Ámundadóttir setti niður þrist og kom stöðunni í 76:73 þegar um  hálf mínúta var til leiksloka.  Það fór hinsvegar þannig að Keflavíkurstúlkur voru skynsamar í lokinn og náðu að klára dæmið með sigri.