Keflavík er komið áfram í 8-liða úrslit Poweradebikarkeppninnar í kvennaflokki eftir 84-89 sigur á Haukum í Schenkerhöllinni í Hafnarfirði. Þá er aðeins eitt pláss eftir í 8-liða úrslitum keppninnar en það skýrist á eftir hvort Valur eða ríkjandi bikarmeistarar Njarðvíkur komist áfram.
 
Jessica Jenkins var stigahæst í sigurliði Keflavíkur með 24 stig og 6 fráköst en hjá Haukum var Margrét Rósa Hálfdánardóttir með 23 stig og 5 fráköst.
 
Þau lið sem komin eru í 8-liða úrslit:
 
Stjarnan, Snæfell, Grindavík, Hamar, Þór Akureyri, KR og Keflavík.
 
Áttunda liðið inn er Njarðvík eða Valur.
 
Mynd úr safni/ Heiða: Jessica Jenkins setti 24 stig á Hauka í dag.