Martin Hermannsson var stigahæstur hjá KR í kvöld þegar röndóttir lögðu Snæfell örugglega í DHL Höllinni. Allt annað var að sjá til KR liðsins í þessum leik en undanfarið. Martin minnti þó alla á í þessu samtali við okkur í kvöld að KR þyrfti líka að rífa sig upp í deildinni en þar hafa vesturbæingar unnið tvo leiki og tapað tveimur.