Justin Shouse var kátur með sigur Stjörnunnar gegn ÍR í kvöld en kappinn setti niður 26 stig og gaf 13 stoðsendingar. Næst á dagskrá í deildinni er Grindavík-Stjarnan, við spurðum Justin aðeins út í komandi stórslag en þessi lið elduðu saman grátt silfur á síðustu leiktíð.