FSu lagði Augnablik í 1. deild karla í gærkvöldi en Gestur frá Hæli var mættur í Iðu og ræddi við menn að leik loknum. Gestur stjórnar Sportþættinum Mánudagskvöld á FM 96,3 en þátturinn er eins og nafnið gefur til kynna á mánudagskvöldum og það á milli kl. 20 og 22.
 
 
Gestur ræddi við þá Ara Gylfason og Eric Olson hjá FSu og Heimi Snæ Jónsson hjá Augnablik. Eftir leikina í 1. deild karla í gærkvöldi er FSu í 6. sæti deildarinnar með 4 stig en Augnablik í 8. sæti með 2 stig. ÍA og Reynir Sandgerði eru einu stigalausu lið deildarinnar:
 
 
 
 
Mynd úr safni/ Gylfi Þorkelsson