Sammy Zeglinski bauð upp á 23 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar þegar Grindavík lagði KR í DHL Höllinni í kvöld. Karfan TV ræddi við Sammy eftir leik sem sagði Grindavík á réttri leið þó ýmislegt mætti fara betur. Lokatölur í Vesturbænum 80-87 fyrir Grindavík sem eru nú á toppi Domino´s deildarinnar ásamt þremur öðrum liðum.