Björg Guðrún Einarsdóttir átti fínar rispur í kvöld þegar KR lagði Fjölni í Domino´s deild kvenna. Hún afrekaði það fyrst kvenna í leiknum að rjúfa tíu stiga múrinn en þá var tæplega hálftími liðinn af leiknum. Björg og KR taka ekki annað í mál en sæti í úrslitakeppninni en Karfan TV ræddi við Björgu eftir leik í DHL Höllinni.