Zaragoza vann í dag öruggan útisigur í ACB deildinni á meðan Manresa var kjöldregið á heimavelli Barcelona. Jón Arnór var stigahæstur í sigri Zaragoza með 16 stig.
 
Asefa Estudiantes 68-83 CAI Zaragoza
Jón lék í rúmar 25 mínútur í þessum sigri Zaragoza og var í byrjunarliðinu sem fyrr. Hann gerði 16 stig í leiknum og smellti niður fjórum af átta þristum. Jón var einnig með þrjú fráköst og eina stoðsendingu.
 
Barcelona 89-47 Manresa
Haukur Helgi Pálsson og félagar í Assignia Manresa voru kjöldregnir á heimavelli stórliðs Barcelona. Haukur var í byrjunarliðinu og lék í 15 mínútur en náði ekki að skora. Haukur tók eitt frákast en brenndi af báðum teigskotunum sínum og einu þriggja stiga skoti.
 
Eftir leiki helgarinnar er Assignia Manresa á botninum og hefur liðið tapað öllum sjö deildarleikjunum sínum þetta tímabilið. Öllu betur gegnur hjá Zaragoza sem vermir 10. sæti deildarinnar með 4 sigra og 3 tapleiki en Real Madrid er á toppnum og hafa unnið alla sjö leiki sína.
 
  
Svipmyndir úr leik Barcelona og Manresa