Helgina 1.-2. desember fer Jólamót Nettó fram í Hertz Hellinum í Breiðholti en mótið er fyrir yngstu iðkendur íþróttarinnar eða drengi og stúlkur sem fædd eru 2001-2006. Keppt verður í Hertz Hellinum og Breiðholtsskóla.
 
 
Leikið er í 2×10 mínútur en þátttökugjald er kr. 2000,- á hvern leikmann. Allir þátttakendur fá verðlaun. Þátttaka tilkynnist á netfangið ir.jolamotnetto@gmail.com og lýkur skráningu 23. nóvember. Frekari upplýsingar um mótið má nálgast í síma 845 8497.