Jakob Örn Sigurðarson setti um daginn niður ansi myndarlega flautukörfu í sænsku úrvalsdeildinni. Sjón er sögu ríkari eins og maðurinn sagði. Jakob og Hlynur verða svo á ferðinni í kvöld þegar Sundsvall heimsækir gamla liðið hans Loga Gunnarssonar, Solna Vikings.
 
Hvort landsliðsmaðurinn hafi tekið upp listamannanafnið Jacob með bókstafnum C eða myndbandsverkamennirnir sænsku hafi slegið inn c í stað k skal ósagt látið en hér að neðan má sjá ósköpin hjá okkar manni: