Landsliðsþjálfari Íslands í kvennaknattspyrnu, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, heldur úti síðunni siggiraggi.is og í gær skundaði hann fram ritvöllinn og spurði áleitinnar spurningar: Hvað færðu fyrir 109 krónur?
 
Í pistli sínum tíundar Sigurður Ragnar nokkur helstu afrek íslensks íþróttafólks undanfarið og segir 109 krónur á mann vera framlag yfirvalda þetta árið ef 34,7 milljónum sé deilt niður á þjóðina en 34,7 milljónir er framlag ríkisins í afrekssjóð ÍSÍ fyrir árið 2012.
 
 
Íþróttahreyfingin hefur undanfarið látið í sér heyra og lýst óánægju sinni með sáralítil framlög yfirvalda til íþróttamála. Vísast er hreyfingin ekki hætt enda yfirvöld ekki sýnt neinn stuðning að ráði í garð íslenskra íþrótta nema til að baða sig í sviðsljósi þeirra fáu afreka sem Ísland nær í alþjóðlegum keppnum.
 
Mynd úr safni/ Íslenska landsliðið tók þátt í riðlakeppni Evrópukeppninnar í sumar eftir tveggja ára dvala en leggja þurfti A-landslið karla og kvenna til hiðar í tvö ár sökum fjárskorts. Myndin er úr viðureign Íslands og Serbíu en Serbar eru topp 10 körfuboltaþjóð í heiminum.