Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem Houston Rockets höfðu öruggan sigur á Toronto Raptors í fjarveru þjálfara síns Kevins McHale. Dóttir þjálfarans lést á dögunum eftir langvarandi veikindi en verður jarðsungin í dag og munu liðsmenn Houston verða viðstaddir útförina og halda þaðan beina leið til Oklahoma þar sem James Harden mun mæta sínum gömlu liðsfélögum og vísast gera þeim skráveifu.
 
Houston 117-101 Toronto Raptors
Liðsmenn Houston léku með græn og fjólublá sorgarbönd til minningar um Sasha McHale, dóttir Kevins McHale, þjálfara liðsins en hún lést á dögunum 23 ára gömul eftir veikindi. Að leiknum sjálfum þá var byrjunarlið Rockets í stuði, allir fimm leikmennirnir með 13 stig eða meira og þeirra atkvæðamestur var James Harden með 24 stig, 12 stoðsendingar og 6 fráköst. Jeremy Lin bætti svo við 16 stigum og 10 stoðsendingum. Hjá Raptors var Andrea Bargnani með 21 stig.
 
 
Önnur úrslit næturinnar

FINAL
 
7:00 PM ET
DAL
98
PHI
100
31 25 17 25
 
 
 
 
28 25 22 25
98
100
  DAL PHI
P Kaman 20 Turner 22
R Marion 8 Richardson 8
A Mayo 7 Holiday 7
 
Highlights
 
FINAL
 
7:00 PM ET
PHX
91