Miðherjinn Helgi Rafn Viggósson er bestur í teignum ef marka má niðurstöðu í síðustu könnun hér á Karfan.is. Við spurðum hver eftirtalinna væri bestur í teignum og valkostirnir voru:
 
Sigurður G. Þorsteinsson, Finnur Magnússon, Fannar Helgason, Helgi Rafn Viggósson og Grétar Ingi Erlendsson. Næstum 1000 atkvæði bárust í könnuninni og hlaut Helgi Rafn 293 þeirra eða næstum 31 %.
 
Fast á hæla helga kom Sigurður G. Þorsteinsson með 264 atkvæði og í þriðja sæti með 172 atkvæði var sonur Þorlákshafnar, Grétar Ingi Erlendsson. Fannar Helgason fékk 113 atkvæði og Finnur Magnússon 110.
 
Nú er komin inn önnur könnun og að þessu sinni spyrjum við:
 
Hvernig vilt þú hafa keppnisfyrirkomulagið í Domino´s deild karla?