Helga Einarsdóttir var um helgina flutt með sjúkrabifreið úr Röstinni þar sem Grindavík og KR áttust við í Domino´s deild kvenna. Helga var sárþjáð sökum kviðverkja en beðið er eftir nánari niðurstöðum á því hvað hafi amað að Helgu.
 
,,Þeir hafa útilokað allt með botnlangann og nýrnasteina. Þeir telja að þetta hafi verið blaðra á eggjastokkunum sem hafi sprungið og framkallað þennan svakalega verk, getur víst komið fyrir allar konur,” sagði Helga í snörpu samtali við Karfan.is.
 
Helga fer í fleiri rannsóknir vegna þessa í dag en kvaðst myndu jafna sig fljótt.