Good Angels Kosice unnu í kvöld mikilvægan útisigur á Arras frá Frakklandi þegar liðin mættust í meistaradeild Evrópu. Lokatölur voru 67-70 Good Angels í vil þar sem Helena Sverrisdóttir var stigahæst með 17 stig og 7 fráköst!
 
Helena lék í 28 mínútur í leiknum og setti niður 6 af 9 teigskotum sínum, 3 af 4 þristum rötuðu rétta leið og bæði vítin hennar. Þá var hún einnig með 7 fráköst.
 
Good Angels hafa nú unnið tvo leiki í meistaradeildinn og tapað einum og þá er blússandi gangur á þeim sem fyrr í landskeppninni í Slóvakíu og hefur liðið unnið alla tíu deildarleiki sína til þessa.