Helena Sverrisdóttir verður í eldlínunni í kvöld en hún er komin til Tyrklands ásamt liðsfélögum sínum í Good Angels Kosice. Liðið mætir þar Fenerbache í meistaradeild Evrópu og er leikurinn í beinni útsendingu hér.
 
Bæði Fenerbache og Good Angels hafa leikið fjóra leiki í keppninni, unnið þrjá og tapað einum og því um mikilvægan stórleik að ræða í baráttunni innan riðilsins og að komast upp úr honum. Good Angels taka svo á móti Fenerbache í Slóvakíu í síðasta leik riðilsins.
 
Good Angels og Tyrkirnir hafa tvívegis mæst áður í meistaradeildinni og unnið sitt hvorn leikinn en bæði lið eru mikið breytt síðan þá.