Haukar gerðu góða ferð upp á Akranes í 1. deildinni í kvöld og unnu öruggan sigur á heimamönnum í ÍA, 54-88. Sigur Haukanna var aldrei í hættu en þeir breyttu stöðunni úr 9-8 í 9-20 í upphafi og gáfu þar með tóninn. Haukar, sem sitja í fjórða sæti deildarinnar, minnkuðu bilið milli sín og Hattar sem situr í því þriðja með 10 stig en Haukar eru nú með 8.
Skagamenn eru sem fyrr á botni deildarinnar án sigurs.
Elvar tekur fram skóna

Elvar Steinn Traustason hefur tekið fram skóna og hafið æfingar með Haukaliðinu. Hann var í fyrsta skipti í vetur í hóp Haukanna í kvöld og skoraði 2 stig á þeim stutta tíma sem hann spilaði í leiknum gegn ÍA.

Elvar lék fyrrihluta síðasta tímabils með liði Vals í efstu deild en þurfti frá að hverfa vegna meiðsla sem höfðu verið að plaga hann. Hann skipti yfir í Hauka til þess að sprikla með B liði félagsins en þegar í ljós kom að hann gat aukið álagið á skrokkinn ákvað hann að hefja æfingar með Haukaliðinu. Ljóst er að Elvar mun auka breydd liðsins enda fjölhæfur leikmaður.

Þetta kemur fram á heimsíðu Hauka

Elvar Steinn Traustason í leik með Haukum