Grindavík átti ekki í erfiðleikum með Hauka í Lengjubikarnum í kvöld. Lokatölur voru 105-61 í Röstinni þar sem Ólafur Ólafsson snéri aftur og lék í sex mínútur. Kappinn náði að raka inn þrjú stig og splæsa í tvær stoðsendingar.
 
Eftir fyrsta leikhluta var staðan orðin 33-11 Grindavík í vil og héldu þeir áfram að auka muninn það sem eftir var leiks. Það virtist ekki skipta máli hverjir voru inná vellinum fyrir Grindavík. Þeir sem komu inn af bekknum voru allir tilbúnir til leiks. 
 
Eftir annan leikhluta var staðan orðin 51-27 fyrir Grindavík og allir leikmenn Grindavíkur búnir að koma til leiks nema Ólafur Ólafsson. 
 
Ólafur kom inn í þriðja leikhluta þegar 46 sekúndur voru eftir og spilaði í samtals sex mínútur. Hann byrjaði á að senda fína stoðsendingu. Munurinn hélt áfram að aukast og endaði þriðji leikhluti í 80-44
 
Ólafur kom aftur inná í fjórða leikhluta og setti niður þrist í fyrstu sókn Grindavíkur í leikhlutanum. Grindvíkingar sigruðu með 44 stigum, 105-61.
 
Allir leikmenn Grindavíkur fengu að spreyta sig og voru allir tilbúnir til leiks þegar þeir stigu á völlinn. Settu þeir allir niður stig nema Ármann Vilbergsson. Stigahæstur var Sammy Zeglinski með 20 stig og 6 stoðsendingar. Sigurður Þorsteinsson var með 16 stig og 6 fráköst og Jóhann Árni Ólafsson var með 15 stig.
 
Leikmenn Hauka fengu einnig allir að spreyta sig. En stigahæstir fyrir Hauka voru Arryon Williams með 23 stig og 12 fráköst og Haukur Óskarsson með 13 stig.
 
 
Mynd úr safni/ Ólafur er kominn á kreik.
Umfjöllun/ Jenný Ósk