Þann 5. maí næstkomandi verður sannkölluð körfuboltaveisla í Kaplakrikanum en það eru Harlem Globetrotters hefur boðað komu sína í Hafnarfjörðinn. Þetta er í fjórða sinn sem Harlem Globetrotters kemur með sýningu sína til Íslands en í síðustu heimsókn sinni, árið 2002, sáu tæplega tólf þúsund Íslendingar þennan vinsæla hóp sýna listir sínar.
 
Herlegheitin fara fram sunnudaginn 5. maí árið 2013 og flautað verður til leiks tímanlega klukkan 14:00.
 
Í þetta skiptið verður hægt að kaupa svokölluð V.I.P. sæti en þau verða staðsett nánast inni á vellinum og fá handhafar slíkra miða því að upplifa stemninguna beint í æð og aldrei að vita nema einhverjir fái að taka þátt í sýningunni. Miðasala á Harlem Globetrotters hefst þann 5. desember næstkomandi á miði.is.