Lesendur Karfan.is hafa valið Lele Hardy, spilandi þjálfara Njarðvíkur, Domino´s leikmann kvenna umferðir 7-9. Tölurnar sem Hardy hefur boðið upp á þessa leiktíðina eru ekkert slor og hún vel að þessum verðlaunum komin en Domino´s leikmaður Karfan.is er að sjálfsögðu leystur út með flatbökum frá Domino´s.
 
Í könnuninni voru fjórir valmöguleikar og hátt í 400 manns tóku þátt í kjörinu. Hardy fékk 134 atkvæði en í 2. sæti var Hólmarinn Hildur Sigurðardóttir með 113 atkvæði, Crystal Smith í Grindavík hlaut 76 atkvæði og Gunnhildur Gunnarsdóttir í Haukum fékk 66 atkvæði.
 
Í sjöundu umferð gerði Hardy 25 stig og tók 30 fráköst gegn Val, í áttundu umferð gerði hún 44 stig og tók 22 fráköst gegn Fjölni og í níundu umferð gerði hún 21 stig og tók 14 fráköst gegn Haukum.
 
Nú höfum við sett inn nýja könnun og spyrjum að þessu sinni:
Myndir þú greiða 250kr-500kr per. leik fyrir að horfa á leiki í beinni netútsendingu?