Guðmundur Bragason er næsti þjálfari Grindavíkurkvenna en hann tekur við starfanum af Braga Magnússyni sem hætti á dögunum. Þetta hefur Karfan.is eftir áreiðanlegum heimildum úr Grindavík. Á meðan fjarveru Braga stóð stýrði Ellert Magnússon liðinu en Guðmundur er nú tekinn við.
 
Guðmund þekkja flestir sem komið hafa nálægt körfuknattleik, fyrrum leikmaður Grindavíkur og A-landsliðsmaður hér á ferðinni og verður fróðlegt að fylgjast með Grindvíkingum undir hans stjórn.
 
Guðmundi til aðstoðar með liðið er bandaríski leikmaður Grindavíkurkvenna, Crystal Smith.