Íslandsmeistararnir í Grindavík tóku á móti Stjörnunni í Röstinni í kvöld, liðinu sem þeir slógu út í undan úrslitunum í vor. Fyrir leikinn voru Stjörnumenn í 2. sæti en Grindvíkingar í því 3. og því mátti búast við hörku leik.
 
Aaron Broussard opnaði leikinn á þrist fyrir heimamenn og eftir það skiptust liðin á að skora á víxl. Gestirnir voru að fá auðveldar körfur undir körfunni á meðan heimamenn þurftu að hafa aðeins meira fyrir hlutunum, Sigurður Þorsteinsson fékk snemma sýna 2. villu og fyrir að brjóta á Mills sem var öflugur í teignum. Ómar Sævarsson kom inn fyrir hann og átti fína spretti og var öflugur í fráköstunum.
Staðan eftir fyrsta leikhluta var 25 – 26 fyrir gestina.
 
Í öðrum leikhluta hertu heimamenn vörnina og náðu að slíta gestina frá sér en náðu þó muninum aldrei yfir 10 stigin. Staðan í hálfleik 48 – 41 fyrir heimamenn. Brian Mills var öflugur fyrir gestina í teignum og klikkaði ekki úr skoti í fyrri hálfleknum og var kominn með 13 stig, þar af eina viðstöðulausa troðslu eftir sendingu frá Justin sem var með 10 stig ásamt 7 stoðsendingum og Marvin 6 stig og 7 fráköst. Hjá Grindavík var skorið að dreifast meira, en Jóhann og Sigurður voru með 11 stig hvor og Ómar með 5 stig og 7 fráköst af bekknum.
 
Gestirnir byrjuðu 3. leikhlutann vel og þjörmuðu að heimamönnum og náðu að jafna leikinn í stöðunni 53 – 53 með 10 – 0 áhlaupi þegar leikhlutinn var hálfnaður. Justin var að finna menn vel og skilaði það sér í auðveldum körfum meðan heimamenn voru hver í sýnu horni að hnoðast. Þá tók Sverrir leikhlé og las yfir heimamönnum sem fóru að spila saman eftir það og hélst leikurinn nokkuð jafn eftir það, gestirnir voru þó 1. stigi yfir eftir 3. leikhlutann 62 – 63.
 
Strax í upphafi 4. leikhluta komust svo heimamenn yfir en náðu aldrei að hrista gestina af sér almennilega. í stöðunni 73 – 72 setja heimamenn 3. þrista í röð Þorleifur tvo og Aaron einn en Brian Mills skellti einum í millitíðinni og staðan orðin 82 – 75 og Teitur tók leikhlé og 3. mín. eftir. Næstu 3. stig gestana komu af vítalínunni, og voru þeir farnir að anda ofan í hálsmálið á gestunum sem náðu þó að svara með nokkrum körfum og sigla þessu heim. Lokatölur 90 – 86 í bráð skemmtilegum leik.
 
Byrjunarliðin voru, hjá heimamönnum Jóhann, Aaron, Sammy, Þorleifur og Sigurður. en hjá gestunum Marvin, Brian Mills, Dagur, Justin og Fannar.
 
 
 
Texti: HJ
Mynd: skuli@karfan.is