Þór Þorlákshöfn heldur norður í Skagafjörð í dag og mætir þar Lengjubikarmeisturum Tindastóls. Þórsarar verða ekki með fullmannaðan hóp þar sem Grétar Ingi Erlendsson og Baldur Þór Ragnarsson verða fjarri góðu gamni.
 
Grétar er með rifinn vöðva í kálfa og verður frá á næstunni og þá er Baldur Þór meiddur á olnboga verður frá næstu tíu daga eða svo. Hvorugur verður því með í kvöld en þetta staðfesti Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórs í samtali við Karfan.is.
 
 
Mynd/ Grétar Ingi verður ekki með Þórsurum í kvöld.