Helena Sverrisdóttir skoraði tvö stig í gær þegar Good Angels tóku á móti Sopron í meistaradeild Evrópu. Lokatölur leiksins voru 89-78 Good Angels í vil en þetta var fyrsti sigur liðsins í keppninni þar sem það lá á útivelli í fyrstu umferð í síðustu viku.
 
Helena fékk ekki mikinn tíma í gær, lék aðeins í fjórar mínútur og setti niður tvö víti. Stigahæst í liði Good Angels var Miljana Bojovic með 16 stig og 12 fráköst.
 
Staðan í riðlinum
 

Team
P W/L F/A Pts
1. GOOD ANGELS KOSICE 2 1/1 154/148 3
2. UNIQA EUROLEASING SOPRON 2 1/1 134/141 3
3. FENERBAHCE SPOR KULÜBÜ 1 1/0 73/48 2
4. NADEZHDA ORENBURG 1 1/0 70/65 2
5. FAMILA SCHIO 1 1/0 76/75 2
6. MUNICIPAL TARGOVISTE 2 0/2 123/149 2
7. ARRAS PAYS D’ARTOIS 1 0/1 52/56 1