Friðrik Hreinsson verður í Tindastólsbúning á nýjan leik í kvöld en hann hefur verið fjarverandi undanfarið sökum bakmeiðsla. Friðrik missti t.d. af leikjunum með Stólunum í undanúrslitum og úrslitum Lengjubikarsins.
 
Karfan.is ræddi stuttlega við Friðrik í dag þar sem hann sagði að um leiðinda bakmeiðsl væri að ræða en: ,,Ég verð klár í fjörið í kvöld,” sagði Friðrik en þessi reyndi leikmaður mun vísast hóta nokkrum þristum þegar Þór Þorlákshöfn mætir í heimsókn.